Fimmtudaginn 15. ágúst var 100. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í Reykholti. Þar lagði Björn Bjarki Þorsteinsson fram eftirfarandi tillögu: Í tilefni af 100. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn er í Reykholti 15. ágúst 2013 er lagt til að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki að láta gera afsteypu af listaverki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Afsteypan yrði síðan sett upp í Skallagrímsgarði næsta vor eða sumar.
Listaverkið sem er af Hafmeyju og sjá má á meðfylgjandi mynd, var gjöf Kvenfélags Borgarness til Skallgrímsgarðs í tilefni af 25 ára afmæli félagsins árið 1952. Þetta var fyrsta listaverkið sem sett var upp í Skallagrímsgarði. Hafmeyjan lét verulega á sjá í áranna rás og tæplega tuttugu ár eru nú síðan hún var tekin niður.
Áætlaður kostnaður við gerð afsteypunar er allt að kr. 1.000.000
Tillaga Björns Bjarka var samþykkt samhljóða.