Könnun á aðgengi unglinga að tóbaki

ágúst 15, 2011
Miðvikudaginn 27. júlí 2011 fór fram könnun á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar á aðgengi unglinga að tóbaki í nokkrum verslunum og veitingastöðum í sveitarfélaginu. Könnunin var framkvæmd af Sigurþóri Kristjánssyni forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Óðals, með aðstoð tveggja unglingsstúlkna frá Akranesi.
Af þeim tíu stöðum sem farið var á og selja tóbak var farið að lögum um sölu á tóbaki á sex stöðum og stúlkunum ekki selt tóbak. Á fjórum stöðum var ekki farið að lögum og stúlkurnar fengu afgreitt tóbak.
Sent hefur verið bréf til rekstraraðila um útkomu fyrirtækja þeirra og í þeim tilfellum sem við á eru þeir hvattir til að bæta vinnureglur varðandi sölu á tóbaki svo þær standist lög um tóbaksvarnir.
Samskonar könnun hefur verið gerð undanfarin ár og svo virðist sem það hafi jákvæð áhrif og veki rekstraraðila til umhugsunar.
Inga Vildís Bjarnadóttir
Forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar
 

Share: