Minnisvarði um Erlend Gunnarsson á Sturlureykjum

ágúst 14, 2014
 
Sunnudaginn 17. ágúst næstkomandi verður afhjúpaður minnisvarði um Erlend Gunnarsson bónda og þúsundþjalasmið á Sturlureykjum. Erlendur hóf fyrir rúmlega 100 árum að nýta jarðvarma til hagsbóta fyrir heimili sitt og samborgara sína. Athöfnin fer fram á Merkjaholti milli Grófar og Sturlureykja í Reykholtsdal og hefst kl. 15.00. Það eru afkomendur Erlendar sem bjóða til athafnarinnar og allir eru velkomnir.
 

Share: