Breyting á aðalskipulagi – Hluti íbúðarsvæðis Varmalands verður verslunar- og þjónustusvæði.

admin

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Varmaland þar sem íbúðarsvæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2023 að auglýsa lýsingu á breytingu aðalskipulags vegna breyttrar landnotkunar íbúðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 0,2 ha hluta íbúðarsvæði Í4 í verslunar- og þjónustusvæði S8. Íbúðarsvæðið er nú 3,2 ha að stærð og verslunar- og þjónustusvæðið er 6404 fm. Við þessa breytingu falla niður tvær íbúðarhúsalóðir og lóð hótels Varmalands stækkar. Aðkoma að svæðinu er af Varmalandsvegi um götuna Birkihlíð.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 16.10.23 til og með 30.10.23. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 16. október 2023.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar