Breyting á aðalskipulagi – Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegar við Borgarnes.

thora

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi – Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegar við Borgarnes.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2023 að auglýsa vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir stækkun íbúðasvæðis og breyttri legu Hringvegar við Borgarnes í Borgarbyggð.

Vinnslutillagan tekur til breytingar á aðalskipulagi – stækkun íbúðasvæðis þar sem hægt verður að koma fyrir allt að 50 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á legu Hringvegar til að skapa meira rými fyrir stækkun íbúðasvæðisins og færa veginn fjær byggðinni til að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðabyggðina. Breytingar á Hringvegi fela í sér færslu á um 1,5 km kafla en að öðru leyti er haldið í leiðarval sem fyrir liggur í gildandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 -2022.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 16. október til og með 30. október 2023. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við vinnslutillöguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á vinnslutillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 16. október 2023

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar