Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar

ágúst 12, 2014
Starfsmaður í áhaldahús
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í áhaldahúsi sem sveitarfélagið hyggst koma á fót. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf.
Leitað er að laghentum og duglegum einstaklingi með góða samskiptahæfileika.
Í starfinu felst að sjá um undirbúning, skipulagningu og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur. Starfsmaður tekur auk þess þátt í verkefnum tengdum vinnuskóla og fleira.
Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða, hæfni í mannlegum samskiptum, haldgóðrar tölvukunnáttu auk þess sem lögð er áhersla á samviskusemi og snyrtimennsku. Iðnmenntun er æskileg en reynslu má meta til jafns. Konur jafnt sem karlar koma til greina í starfið.
Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jökull Helgason í síma 433-7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst 2014. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
 

Share: