Fjármálafulltrúi tekinn til starfa

ágúst 2, 2011
Í vor lét Linda Björk Pálsdóttir fjármálastjóri af störfum hjá Borgarbyggð. Hún hefur verið fjármálastjóri Borgarbyggðar frá 2006 og þar áður sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit.
Þegar auglýst var eftir nýjum aðila í starfið var ákveðið að breyta því nokkur frá því sem áður var og m.a. var starfsheitinu breytt í fjármálafulltrúa.
Einar G. Pálsson viðskiptafræðingur var ráðinn fjármálafulltrúi og hefur hann hafið störf hjá Borgarbyggð.
 
Einar er boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð um leið og Lindu Björk eru þökkuð vel unnin störf fyrir sveitarfélögin.
 

Share: