Veðurblíða á Unglingalandsmóti

ágúst 1, 2010
Einmuna veðurblíða hefur verið á Vesturlandi um helgina og hafa íbúar og gestir Unglingalandsmótsins notið þess. Mótið hefur farið mjög vel fram og almenn ánægja hjá þeim sem að því standa.
Talið er að um 15.000 manns séu á mótinu þó erfitt sé að telja það nákvæmlega. Keppni lýkur í dag og eru úrslit einstakra greina uppfærð á heimasíðu mótsins.
Í kvöld lýkur mótinu með kvöldvöku í risatjaldi og flugeldasýningu.
 
 

Share: