Sorphirða úr nýjum tunnum í dreifbýli er ekki hafin þó tunnurnar séu komnar heim á hlað!

júlí 16, 2014
Dreifing á tunnum í dreifbýli Borgarbyggðar mun ljúka nú í vikunni. Það hefur tekið nokkuð lengri tíma en áætlað var að dreifa tunnunum. Þeir sem keyrðu út tunnurnar létu vita af því við afhendingu að ekki borgaði sig að byrja á því að henda úrgangi í almennu tunnuna fyrr en sorphirðudagatalið hefði borist. Auk þess kom í fréttablaði Borgarbyggðar áður en farið var að keyra tunnurnar út tilkynning um að þegar hafin yrði sorphirða yrði það kynnt á heimasíðu Borgarbyggðar með nýju sorphirðudagatali. Verktakinn var m.a. að læra á akstursleiðirnar um leið og tunnum var úthlutað. Frekari upplýsingar um sorphirðuna koma til með að berast í bæklingi og nýju sorphirðudagatali sem mun berast íbúum bráðlega.
 

Share: