Skýrsla um viðhorf íbúa til skólamála og þjónustu

júlí 3, 2009
Nú hefur verið birt skýrsla á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla á Bifröst www.bifrost.is sem unnin er eftir könnun á „viðhorfi íbúa í Borgarbyggð og sveitarfélagsins Skagafjarðar til skólamála og þjónustu sveitarfélaganna – Samanburður á milli háskólaþorpa og íbúa í dreifbýli“. Allir íbúar á aldrinum 20 til 70 ára í Borgarbyggð, utan Borgarness og Skagafirði, austan vatna og út, voru spurðir.
 
Könnunin var samvinnuverkefni beggja sveitarfélaganna og styrkt af Byggðastofnun. Verkefnisstjóri var Guðlaugur Óskarsson, en gerður var samningur við Rannsóknarstofnun Háskólans á Bifröst um gerð, fyrirlögn og úrvinnslu könnunarinnar. Njörður Sigurjónsson forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar og Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur hennar höfðu verkið með höndum.
Skýrslan hefur þegar verið kynnt sveitarstjórnum, fagfólki sveitarfélaganna sem könnunin snertir og Byggðastofnun. Hún er nú lögð fram á þessum vettvangi til þess að íbúar Borgarbyggðar geti rýnt í hana. Ábendingar og fyrirspurnir má senda á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
 
 
 

Share: