Það verður í mörg horn að líta við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins í Borgarnesi. Margar hendur vinna létt verk og nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem glæsilegast og um leið góð kynning fyrir byggðarlagið.
Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka og upplýsingagjöf til keppenda og annarra gesta, aðstoð við íþróttakeppni, eftirlit á tjaldsvæði og umsjón með dagskrá fyrir yngstu börnin er meðal þess sem verður mannað sjálfboðaliðum. Allir sem vilja leggja hönd á plóg ættu að geta fundið verkefni við hæfi.
Áhugasamir hafi samband við Margréti, verkefnastjóra Unglingalandsmótsins, með því að senda póst á margret@umfi.iseða hringja í síma 699 3253. Takið fram ef þið hafið sérstakar óskir um verkefni.