Nýtt gallerí í héraði – Fjósaklettur

júní 23, 2009
Næstkomandi laugardag, þann 27. júní kl. 14.00 verður opnuð málverkasýning í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Sýnd verða verk eftir Gunnlaug Stefán Gíslason og mun sýningin standa yfir til 19. júlí og verður opin daglega frá kl. 14 til mjalta.
Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun frá Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur starfað sem myndlistamaður og einnig myndlistakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands ,Myndlistaskóla Reykjavíkur, Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði og haldið námskeið og fyrirlestra um myndlist í yfir þrjá áratugi.Vinnustofa hans er á Móbergi 4 Hafnarfirði.
 
 

Share: