Grenndarstöðvar í Borgarbyggð

júní 21, 2012
Á þeim 35 grenndarstöðvum/gámasvæðum sem Borgarbyggð rekur út um sveitir hefur umgengnin á mörgum þeirra verið mjög slæm undanfarið, sérstaklega núna síðasta hálfa mánuðinn. Íslenska gámfélagið sem þjónustar sveitarfélagið hefur vart undan að losa gámana og iðulega er búið að sturta heilu bílförmunum fyrir utan gámana þar að auki. Einnig er flokkun í gámana ábótavant.
 
Við biðjum íbúa og sumarhúsaeigendur vinsamlegast að ganga snyrtilega um grenndarstöðvarnar og flokka rétt í gámana og alls ekki losa sig við sorp fyrir utan þá. Eins biðjum við um að haft verði samband við Íslenska gámafélagið í síma 577-5757 eða skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-7100 þegar gámarnir eru orðnir fullir.
 
Einnig biðjum við fyrirtæki að vera ekki að misnota þessa gáma heldur skipta sjálf við gámafyrirtækin. Þessar grenndarstöðvar eru einungis fyrir þá sem greiða sorphirðugjöld hjá sveitarfélginu.
 
Gámastöðin í Borgarnesi er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 14:00 til 18:00 og þar er tekið við öllum tegundum af úrgangi.
 

Share: