Tónleikar í Borgarneskirkju á sunnudagskvöld

júní 21, 2007
Blokkflautusveitin Norðanvindur heldur tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 24. júní kl. 20.30. Sveitin var stofnuð árið 1988. Síðan þá hefur hún komið fram á fjölda tónleika í kirkjum, skólum og á ýmsum menningarsamkomum. Hún hefur farið í tónleikaferðalög til Danmerkur, Frakklands, Noregs, Póllands, Sviss og Færeyja.
 
Sveitin er víða þekkt og sýnir stórkostlega færni við að spila á hinar átta misstóru flautur, allt frá minnstu garklien flautu upp í hina stóru kontrabassaflautu. Önnur hljóðfæri eins og orgel, píanó, slagverk og gamba gera hljóminn mjög spennandi og fjölbreytilegan.
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
 

Share: