Nytjamarkaður hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

júní 19, 2009
Nytjamarkaður verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 27. júní nætkomandi. Körfuknattleiksdeild Skallagríms verður með nytjamarkað á Brákarhátíð. Þar verða í boði m.a gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, vínilplötur, húsgögn og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft.
Allur ágóði verður notaður til styrktar starfi deildarinnar.

Minnum á að þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa „dót“ á markaðinn að hafa samband við neðangreinda og þá mun þetta verða sótt til ykkar.

Pálmi í síma 869 7092
Gunnar í síma 898 9219
 

Share: