Hér birtast myndir af tveimur ungum þjóðhátíðardömum sem okkur bárust. Eins og kom fram í frétt hér á heimasíðunni í gær þá voru það tvær sex ára stúlkur, þær Þórunn Birta Þórðardóttir og Íris Líf Stefánsdóttir sem héldu á fánaborða þeim sem Herdís Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Borgarness, klippti á þegar nýja hátíðarsviðið var vígt í Skallagrímsgarði á 17. júní. Þórunn Birta er barnabarn Steinunnar Pálsdóttur sem er umsjónamaður Skallagrímsgarðs og Íris er langömmubarn Geirlaugar Jónsdóttur sem var einn ötulasti frumkvöðull að stofnun garðsins á sínum tíma.