Sumarhátíð í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi

júní 16, 2008
Sumarhátíð var haldin í leikskólanum Klettaborg föstudaginn 13. júní við mikinn fögnuð leikskólabarnanna og ekki síður hinna fullorðnu. Myndirnar hér til hliðar tala sínu máli. Helstu dagskrárliðir sumarhátíðarinnar voru ratleikur, trambólín, útileikir, brekkusöngur, pylsur með öllu og ís í hádegismat og atriði úr leikritinu Gosa í boði foeldrafélagsins.
Myndirnar tóku nokkrir starfsmenn Klettaborgar.

Share: