Leikskólakennara og aðstoðarmatráð vantar í Ugluklett

júní 15, 2011

LEIKSKÓLAKENNARA OG AÐSTOÐARMATRÁÐ VANTAR

Í LEIKSKÓLANN UGLUKLETT Í BORGARNESI

Leikur – Virðing – Gleði

Við leikskólann Ugluklett eru lausar stöður leikskólakennara og aðstoðarmatráðs frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða þrjár tímabundnar hlutastöður vegna fæðingarorlofa.
Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Unnið er með Flæði samkvæmt kenningum Mihaly Csikszentmihalyisem ramma utanum skólastarfið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans www.ugluklettur.borgarbyggd.is.
Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara:
· Leikskólakennaramenntun
· Færni í mannlegum samskiptum
· Sjálfstæð vinnubrögð
· Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
· Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmann með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í samræmi lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til 24. júní 2011.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri, í síma 433-7150 eða í tölvupósti; ugluklettur@borgarbyggd.is

Share: