Kofabyggð verður starfrækt á íþróttavallarsvæðinu Borgarnesi í samvinnu við Tómstundaskólann 22. júní – 17. júlí í sumar.
Sótt var um styrk í Velferðarsjóð barna og fékkst styrkur í verkefnið.
Því er um niðurgreitt námskeið að ræða fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára og geta þau mætt fyrir hádegi frá 10 – 12 eða eftir hádegi frá 13 – 15 eftir því sem þau vilja því auðvitað eru íþróttaæfingar sem fara þarf á líka.
Þeim sem vilja stendur til boða að vera í hádegissnarli í Tómstundaskólanum á milli 12 – 13.
Gjald er það sama fyrir alla 2.000 kr. pr. vika allt innifalið.
Skráning er þegar hafin í Tómstundaskólanum og stendur til 18. júní n.k.
Síminn í tómstundaskólanum er 437-2035
Netfang: gunny@grunnborg.is
Sjá nánar auglýsingu hér