17 júní í Reykholtsdal

júní 14, 2010
Að venju stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir skemmtun í Reykholtsdal á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Dagskráin hefst með hátíðarmessu í Reykholtskirkju kl. 11. Venjan hefur verið sú að kirkjugestir hafi komið ríðandi til messu, en nú verður það ekki gert vegna hrossasóttarinnar.
 
Klukkan 13 verður hefðbundin hangikjötsveisla í Logalandi og kl. 14 hefst þar hátíðardagskrá. Sjá nánar allt um dagskrána hér.
 
 
Frétt: Ungmennafélag Reykdæla/Guðrún Jónsdóttir.
Ljósmynd: Elín Elísabet Einarsdóttir.

Share: