
Kettlingurinn gæti verið um 12 vikna gamall.
Hann er afar fallegur, grábröndóttur með hvíta bringu og hvítur í framan. Þar sem hann er óöruggur og hræddur hefur ekki enn verið reynt að kyngreina hann.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þennan heimilislausa kettling að sér eru beðnir um að hafa samband við, gæludýraeftirlitsmann norðan Hvítár, Huldu Geirsdóttur í síma 861-3371.