„ÞJÓÐSTJÓRN“ í Borgarbyggð

júní 10, 2009
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Miklar breytingar til hins verra hafa orðið á rekstrarumhverfi sveitarfélaga undanfarið ár. Það á ekki síst við hjá skuldugum sveitarfélögum, sem staðið hafa í mikilli uppbyggingu síðustu ár eins og Borgarbyggð. Því er nauðsynlegt að hagræða í rekstri á öllum sviðum og þá samhliða að endurskipuleggja, eða draga úr, þjónustu við íbúa og fyrirtæki.
Við þessar erfiðu aðstæður hafa Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Borgarlisti ákveðið að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð og vinna saman að því að færa rekstur sveitarfélagsins að því rekstrarumhverfi sem við blasir.
Með nýjum meirihluta færist stjórnskipan Borgarbyggðar frá hefðbundnu meiri- og minnihlutastarfi yfir í samstarf sem á meira skylt við það sem nefnt er “þjóðstjórn” í landsmálum. Sveitarstjórn Borgarbyggðar vill með þessu móti sýna í verki þá sannfæringu sína að þeir erfiðleikar sem nú blasa við krefjist samstöðu og áræðni til að beita óhefðbundnum aðferðum.
Helstu verkefni nýs meirihluta verða:

  1. Heildarendurskoðun á lánum, eignum og skuldbindingum sveitarfélagsins.
  2. Aðhald í stjórnun, stjórnsýslu, framkvæmdum og almennum viðhaldsverkefnum.
  3. Hagræðing og endurskoðun á rekstri allra stofnana sveitarfélagsins.
  4. Kynning meðal íbúa á stöðu sveitarfélagsins og þeim aðgerðum sem gripið verður til.
  5. Opinber rannsókn á rekstri og falli SPM, þ.e. fylgt verði eftir fyrri bókunum byggðarráðs Borgarbyggðar um að málefni SPMverði skoðuð í þeirri stóru rannsókn sem í gangi er á fjármálafyrirtækjum og hruni þeirra.

Verkaskipting verður með eftirfarandi hætti:
1. Forseti sveitarstjórnar verður Björn Bjarki Þorsteinsson
2. Formaður byggðaráðs verður Sveinbjörn Eyjólfsson
3. Sveitarstjóri verður Páll S. Brynjarsson
Formaður U og L verður frá Borgarlista 1-L 2-D 2-B
Formaður Skipulagsnefndar verður frá Sjálfstæðisflokki 2-L 1-D 2-B
Formaður Fræðslunefndar verður frá Borgarlista 1-L 2-D 2-B
Formaður Félagsmálanefndar frá Borgarlista 1-L 2-D 2-B
Formaður Tómstunda og menninganefnd frá Framsóknarflokki 2-L 2-D 1-B
Með þessari nefndarskipan er verið að sameina tómstundanefnd og menningarnefnd í eina nefnd. Einnig er atvinnumálanefnd lögð niður og Byggðarráð tekur yfir verkefni þeirrar nefndar.
Auk venjubundinna nefnda skv. stjórnskipun Borgarbyggðar verða skipaðir sérstakir hópar til að fara yfir einstaka málaflokka.
 

Share: