Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fékk afhentan nýja Grænfána í fimmta sinn þann 1. júní síðastliðinn. Skólinn hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefninu frá upphafi verkefnisins skólaárið 2001-2002. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar er jafnframt eini skólinn af þeim 12 grunnskólum sem tóku þátt í upphafi sem búinn er að flagga fánanum. Í dag eru um 170 skólar vítt og breytt um landið Grænfánaskólar. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur skólans veita fánanum viðtöku.