Miðvikudaginn 27. maí stóðu list- og verkgreinakennarar Grunnskólans í Borgarnesi fyrir vorsýningu á verkum nemenda. Nemendur voru einnig með ýmsar uppákomur s.s. upplestur, tónlistarflutning og dans.
Foreldrar og nemendur 9. bekkjar sáu um kaffisölu og rann allaur ágóði í ferðasjóð bekkjarins en þau hyggja á ferðalag næsta vetur. Þessi uppákoma var í alla staði vel heppnuð og ánægjulegt hve margir sáu sér fært að koma í heimsókn til okkar.