Goslok í Grímsvötnum

maí 31, 2011
Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var rætt um gosið í Grímsvötnum. Gosinu virðist vera lokið en engin gosvirkni hefur sést á mælum Veðurstofunnar frá því á laugardagsmorgun kl. 07.00. Gríðarlegt öskufall varð í sveitunum í kring og álag mikið á íbúa. Mikil vinna hefur verið við hreinsunarstarf og enn er mikið starf óunnið. Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði og nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hafa ásamt fleirum veitt aðstoð á svæðinu og Byggðarráð Borgarbyggðar þakkar þessum aðilum fyrir þeirra góða framlag. Byggðarráð sendir einnig góðar kveðjur til íbúa á því svæði sem áhrif gossins í Grímsvötnum hafa orðið hvað mest.
 
 

Share: