Fræðslusvið Borgarbyggðar hefur auglýst þrjár lausar stöður hjá sveitarfélaginu. Stöðurnar eru skólastjóri Varmalandsskóla, þroskaþjálfa, smíðakennara og almennan kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar, deildarstjóri skólaskjólsí Borgarnesi og umsjónamaður á gæsluvelli í Borgarnesi.
Með því að „klikka“ á störfin opnast auglýsingar um þau. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri veitir nánari upplýsingar. Myndina tók Þorgerður Gunnarsdóttir af ungum dömum á Bifröst sem voru að koma úr skólabílnum frá Varmalandsskóla.