Frá Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 25, 2009
Frá Kleppjárnsreykjum
Þessa vikuna verður skólastarf Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri með óhefðbundnu sniði. Á Kleppjárnsreykjum verður m.a. sund- og borðtennismót, hæfileikakeppni, haldin fræðsluerindi, skiptimarkaður og sundlaugarpartý.
10. bekkur lagði af stað í óvissuferð að loknu síðasta prófi í morgun. Þá verður foreldrum og velunnurum skólans boðið í grillveislu á vorhátíð skólans á fimmtudaginn.
Á Hvanneyri verður farið í fjöruferð og Ása Hlín heimsótt í húsið sitt undir Brekkufjallinu. Á fimmtudaginn ætla nemendur á Hvanneyri að gróðursetja plöntur og eftir hádegið fá þau lögregluna í heimsókn til að yfirfara hjólin sín. Krakkarnir bjóða svo foreldrum og öðrum áhugasömum í skólann á föstudaginn á sýningu á munum sem þau hafa unnið í vetur.
Að lokum er vakin athygli á vefsjónvarpi unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar en nemendur sjónvarpa beint frá skólanum á vef skólans. Sagðar verða fréttir, tekin viðtöl og sýndar stuttmyndir og svipmyndir úr skólalífinu. Fylgist með, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 9:45 – 11:00
 

Share: