Unnið er að því þessa dagana að stækka bílastæði, koma upp snyrtiaðstöðu, bera á túnin og gróðursetja tré og runna við tjaldstæðið í Borgarnesi. Gróðursett verður síðan enn frekar meðfram veginum við tjaldsvæðið þegar Orkuveitan hefur lokið framkvæmdum við þær lagnir sem þarna eiga að koma.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir