Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju

maí 16, 2008

Næstkomandi laugardag 17. maí kl. 17:00 mun Birgir Þórisson halda framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju. Birgir stundar píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hann hefur notið handleiðslu Zsuzsönnu Budai lengst af. Hann hefur einnig sótt námskeið í píanóleik hjá prófessor Jacek Tosik-Warszawiak og prófessor László Baranyay. Birgir hefur víða komi fram sem einleikari og meðleikari síðustu árin.

Samhliða píanónáminu lagði Birgir einnig stund á trompetleik um skeið og í vetur stundar hann einnig söngnám. Birgir er fyrsti nemandinn sem lýkur framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en áður hafa tveir píanónemendur og tíu söngnemendur lokið 8. stigi frá skólanum. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.

Share: