Nú standa yfir vortónleikar hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar og fara þeir fram í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23 og í félagsheimilinu Logalandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Vortónleikaröðin hófst síðastliðinn mánudag með tónleikum í Tónlistarskólanum. Næstu tónleikar verða:
Ø Miðvikudaginn 13. maí kl. 18:00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi
Ø Miðvikudaginn 13. maí kl. 20:30 í Logalandi
Ø Fimmtudaginn 14. maí kl. 18:00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi
Ø Fimmtudaginn 14. maí kl. 20:30 í Logalandi
Ø Föstudaginn 15. maí kl. 13:30 Félagsstarf aldraðra