Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

maí 11, 2014
Nú fer vetrarstarfi Tónlistarskóla Borgarfjarðar að ljúka og verða vortónleikar nemenda dagana 12. – 15. maí. Þar munu nemendur flytja fjölbreytta dagskrá og í lok hverra tónleika fá nemendur afhent prófskírteini. Skólastarfi nemendanna lýkur með samspilsdögum mánudaginn 19. maí og þriðjudaginn 20. maí, en þá munu nemendur og kennarar safnast saman og spila og syngja saman, bæði úti og inni. Íbúum er velkomið að líta við þessa daga.
Vortónleikarnirverða sem hér segir:
Mánudagur 12. maí kl. 18:00 Tónlistarskólanum Borgarnesi
Mánudagur 12. maí kl. 20:00 í Logalandi
Þriðjudagur 13. maí kl. 18:00 Tónlistarskólanum Borgarnesi
Þriðjudagur 13. maí kl. 20:00 Tónlistarskólanum Borgarnesi – Söngdeildartónleikar
 
Miðvikudagur 14. maí kl. 17:00 Tónlistarskólanum Borgarnesi
Miðvikudagur 14. maí kl. 20:00 í Logalandi
Fimmtudagur 15. maí kl. 17:00 Tónlistarskólanum Borgarnesi
 
Athugið mismunandi tímasetningar. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir enginn.
Mynd: Frá dagskrá í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta, Axel Stefánsson og Aron Bjartur Hilmarsson flytja lag Arons ásamt Gunnir Ringsted kennara
 

Share: