Nú stendur yfir hreinsunarátak í Borgarbyggð. Fyrsta sópun sumarsins á gangstéttum og götum er langt komin og búið að hreinsa öll opin svæði á Hvanneyri auk flestra lóða. Einnig hefur drjúgur hluti opinna svæða í Borgarnesi verið hreinsaður eftir veturinn.
Laugardaginn 3. maí er lóðahreinsunardagur í Borgarnesi. Þá verður garðaúrgangur hirtur við heimili íbúa í Borgarnesi og einnig verður garðaúrgangi safnað á Hvanneyri. Um helgina verða auk þess gámar fyrir garðaúrgang við enda Kveldúlfsgötu og við afleggjarann að Bjargi.
Íbúar eru beðnir um að setja greinar í knippi og smáhluti s.s. lauf í poka. Eingöngu venjulegur garðaúrgangur verður fjarlægður. Íbúar verða sjálfir að sjá um að losa sig við stór tré og sorp. Að vinnudegi loknum býður sveitarstjórn Borgarbyggðar til grillveislu í Skallagrímsgarði og hefst hún kl. 18. Eru allir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.
Að venju býður sveitarfélagið upp á þjónustu garðyrkjufræðings í tilefni hreinsunardaga. Sædísi Guðlaugsdóttir hjá Gleymmérei mun veita góð ráð varðandi klippingar og ræktun á íbúðarlóðum helgina 3. og 4. maí. Panta þarf tíma fyrir 3. maí hjá Sædísi í síma 8941809.
Timbur og járnagámar verða staðsettir í Brákarey til 15. maí. Einnig geta fyritæki pantað gáma í tvo daga með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433 7100.