Fréttatilkynning:
Það verður fjöldi blómarósa og nokkrir herramenn, sem munu setja svip sinn á Borgarnes, helgina 3. til 5. maí, því að þá halda POWERtalk félagar þar sitt árlega landsþing á Hótel Borgarnesi.
POWERtalk eru alþjóðleg þjálfunarsamtök sem þjálfa fólk í að koma fram og koma fyrir sig orði og þar er hægt að hefja markvissa þjálfun í ræðumennsku, framkomu og fundarstjórn svo fátt eitt sé nefnt.
Þetta gagnast öllum, hvort sem er einstaklingum í nefndum, foreldrum á foreldrafundum, sölumönnum með kynningar, námsmönnum í flutningi verkefna, stjórnmálamönnum framtíðarinnar og öðrum sem vilja koma skoðun sinni á framfæri. Þetta eru mannræktarsamtök þar sem allir geta fengið þjálfun á eigin forsendum og á þeim hraða sem þeir kjósa.
Heiðursgestur þingsins verður Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst.
Á föstudaginn fer fram hin æsispennandi ræðukeppni þar sem sigurvegarar deilda POWERtalk takast á.
Hver mun bera sigur úr býtum á eftir að koma í ljós, en í þessari árlegu ræðukeppni er ekki að sjá að þar sé hin landlæga hlédrægni að hrjá konur því að í ár eru keppendur fjórar galvaskar konur sem hafa nú þegar borið sigur úr býtum í sinni deild og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En þess má geta að Gyðjan Sigrún Lilja sigraði ræðukeppni á landsþingi árið 2008 og var þá ræðukona ársins hjá samtökunum.
Einnig mun María Björk Óskarsdóttir kynna bókina sem hún og Sigríður Snævarr hafa samið upp úr námskeiðinu sem þær hafa haldið fyrir atvinnuleitendur og nefnist Nýttu Kraftinn þannig að dagskráin er verulega spennandi.
„Gaman væri að gamlir félagar af svæðinu sæu sér fært að mæta og eiga góða stund með okkur, því að með því að halda þingið í Borgarnesi erum við að kynna betur þessi frábæru samtök út um allt land og hvetja til þess að deildir verði stofnaðar sem víðast um landið .Nýjasta deildin var stofnuð í haust á Patreksfirði. “ segir Þórunn Pálmadóttir landsforseti POWERtalk á Íslandi.
„Ég hlakka mjög til þingsins, ég verð þar með fræðslu frá námskeiðinu mínu Konur til Athafna. Ég tel að þessi samtök hafi hjálpað mér mjög mikið til að ná mínum markmiðum. Skipulag, markmiðasetning, framkoma, ræðumennska og almenn sjálfsstyrking er það sem ég hef grætt á veru minni í samtökunum ásamt miklu meira.“ Segir Gyðjan Sigrún Lilja Guðjónsdóttir ilmvatnsmógúll með meiru sem lætur sig ekki vanta en hún hefur verið félagi í POWERtalk síðan árið 2007.
„Það eina sem vantar eru fleiri karlmenn í hópinn en það stendur vonandi til bóta“ segir Sigrún ennfremur.
Þinginu verðu svo slitið laugardagskvöldið þann 4. maí.
Fyrir áhugasama þá er dagskrá og nánari upplýsingar á www.powertalk.is