Frjálsíþróttaskólinn verður í Borgarnesi í júní

apríl 30, 2014
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur á fjórum stöðum um landið í sumar. Skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Skólinn verður á Egilsstöðum, Laugum í Reykjadal, Selfossi og í Borgarnesi en þar verður skólinn dagana 23.-24. júní. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku.
Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.
Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd en skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað. Sjá nánar á vef UMFÍ www.umfi.is
 
 

Share: