Ekkert dagforeldri hefur starfað á Hvanneyri í vetur og vantar dagvistun fyrir börn yngri en 18 mánaða.
Dagforeldrar starfa sjálfstætt, en Borgarbyggð niðurgreiðir kostnað vegna vistunarinnar beint til dagforeldris sjá http://www.borgarbyggd.is/Files/Skra_0046108.pdf
Leyfi þarf til að starfa sem dagforeldri, sbr. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Leyfisveitingar eru hjá velferðarnefnd – allar upplýsingar hjá félagsmálastjóra hjordis@borgarbyggd.is
Önnur umsýsla með starfseminni, s.s. endurgreiðslur, yfirsýn yfir þörf o.þ.h. er hjá fræðslustjóra steinunn@borgarbyggd.is