Í kvöld þriðjudag 21. apríl mun hópur eldri borgara úr Reykjavík flytja bókmenntadagskrá á Sögulofti Landnámsseturs. Dagskáin er öll byggð á verkum eftir borgfirskar konur sem birtust í bókinni Og þá rigndi blómum… Flytjendur hafa æft framsögn undir leiðsögn leikkvennanna Guðnýjar Helgadóttur og Soffíu Jakobsdóttur. Dagkráin hefst kl 20.00 Aðganseyrir er kr. 500.
Fjölmennum og heiðrum þessa góðu gesti.
|
.
|
Árið 1991 gaf Hörpuútgáfan og Samband Borgfirskra kvenna út Bókina “Og þá rigndi blómum…..” en í henni eru smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfiskar skáldkonur, Umsjón og efnisval var á hendi Ingibjargar Bergþórsdóttur.
Flytjendur eru Tungubrjótar frá félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 í Reykjavík, undir stjórn Guðnýjar Helgadóttur leikara og Soffíuhópur frá félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 í Reykjavík, undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara.
Það eru auðvitað allir hjartanlega velkomnir en ekki væri verra ef öll þau ljóðskáld sem leynast í fögrum dölum og byggðum í Borgarfirði myndu koma á fund Tungubrjóta og Soffíuhóps því “blómunum” mun svo sannarlega rigna á þriðjudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00 á Söguloftinu í Landnámssetri