Vel heppnaður hreinsunardagur á Hvanneyri

apríl 17, 2008
Í blíðskaparveðri í dag, fimmtudaginn 17. apríl, var hreinsunardagur haldinn á Hvanneyri. Nemendafélag Landbúnaðarháskólans, Landbúnaðarhaskólinn og Borgarbyggð stóðu fyrir átakinu og að öðrum ólöstuðum er rétt að þakka Nemendafélaginu sérstaklega hversu vel tókst til. Stór hópur nemenda og annarra íbúa tóku ríflega tvo tíma í það að tína rusl í hverjum krók og kima á almennum svæðum á staðnum og var nokkrum kerruförmum ekið á gámasvæðið. Að vinnu lokinni var efnt til grillveislu sem um 40 manns tóku þátt í og fylgja hér nokkrar myndir úr veislunni.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Share: