Fræðslufundur um einelti verður haldinn Menntaskóla Borgarfjarðar næstkomandi mánudag 19. apríl og hefst kl. 20.00. Fyrirlesarar verða Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri, frá samtökunum Heimili og skóli og Ingibjörg Baldursdóttir talsmaður Liðsmanna Jeríkó, samtaka um einelti. Fræðslufundurinn er í boði svæðisráðs foreldrafélaga grunnskólanna í Borgarbyggð, þ.e. frá grunnskólunum á Varmalandi, Borgarnesi og frá Grunnskóla Borgarfjarðar. Allir foreldrar í Borgarbyggð sem eiga börn á leik- og grunnskólaaldri eru hvattir til að mæta á fundinn.