Endurbætur í íþróttamiðstöð

apríl 8, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síðastliðinn laugardag var endurbættur þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi formlega tekinn í notkun. Framkvæmdir hafa staðið síðan í haust en þreksalurinn var stækkaður, nýtt loftræstikefi sett upp, tækjakostur endurnýjaður og fleira. Þá var skipt um gólfefni við innilaugina, hún máluð og skipt um gler í gluggum.
 

Share: