Föstudaginn 9. apríl n.k. munu sjúkraflutningamenn á Vesturlandi standa fyrir „Degi sjúkrabílsins“ og af því tilefni opna húsakynni sín frá kl. 15,00 – 17,00 fyrir almenningi þar sem þeir munu kynna starfsemi sína og tækjakost. Einnig munu þeir kynna þær breytingar sem urðu um síðastliðin áramót þegar átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi voru sameinaðar í eina.
Jafnframt munu sjúkraflutningamenn bjóða gestum upp á blóðþrýstings- og sykurmælingar.