Ekki missa af Línu!

apríl 8, 2009
Ungmennafélagið Íslendingur hefur undanfarið sýnt leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren við frábærar undirtektir. Nú eru einungis tvær sýningar eftir, aukasýning í kvöld, miðvikudaginn 8. apríl og örfá sæti eru laus á síðustu sýninguna á morgun, fimmtudag. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Miðapantanir í símum 661 2629, 437 1227 og
895 4343.
Athugið að hægt er að taka myndir af börnunum með Línu að sýningu lokinni. mynd_þh
 

Share: