Eins og fram hefur komið í fréttum kemur Eivör Pálsdóttir fram á tónleikum í Borgarnesi næstkomandi miðvikudag. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.00 og eru í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eivör kemur þar fram ásamt hljómsveit og flytur bæði eldri lög og ný. Vegna vinabæjatengsla Borgarbyggðar og Eysturkommúnu í Færeyjum er frítt inn á tónleikana; enn eitt vinabragðið sem Færeyingar sýna Íslendingum. Meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikum sem Eivör hélt á Græna hattinum á Akureyri í fyrradag, en þar spilaði hún og söng við afar góðar undirtektir áhorfenda. Ljósmynd: Björn Jónsson.