Um þessar mundir eru margar skemmtilegar leiksýningar í gangi í Borgarbyggð og glæsileg Brúðuleikhúshátið í Borgarnesi nú um helgina.
Ungmennafélag Reykdæla verður með tvær aukasýningar á „Með vífið í lúkunum“ í Logandi, fimmtu- og föstudagskvöld.
Leikdeild Skallagríms verður með hádegissýningu á Ferðinni á heimsenda í Lyngbrekku á laugardag. Mr. Skallagrímsson birtist í Landnámssetri á föstudagskvöld og Leiklistarfélag MB býður upp á Power sýningu á „Mannsins myrka hlið“ á laugardagskvöld. Sýningar Brúðuleikhúshátíðar fara fram í Brúðuheimum og í Landnámssetri.