Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið upp viðræður við Strætó bs um strætisvagnasamgöngur milli Reykjavíkur og Borgarness. Vonast er til að niðurstöður viðræðna liggi fyrir í apríl mánuði. Ljóst er að vaxandi þörf er fyrir bættum almenningssamgöngum milli höfuðborgarinnar og Borgarbyggðar þar sem þeim fer fjölgandi sem sækja vinnu og nám annarsvegar frá Borgarbyggð til höfuðborgarsvæðisins og hinsvegar frá höfuðborgarsvæðinu til þéttbýlisstaða Borgarbyggðar.