Skólastjóraskipti í Grunnskóla Borgarfjarðar

mars 25, 2009
Ásgerður Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar og mun gegna starfinu út þetta skólaár. Ásgerður er menntaður sérkennari og hefur starfað sem slíkur bæði við grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem hún hefur reynslu af stjórnunarstörfum og sem sérfræðingur á skrifstofu menntamála hjá menntamálaráðuneytinu. Ásgerður hóf störf við Grunnskóla Borgarfjarðar síðastliðið haust sem sérkennari. Þá mun Aldís Eiríksdóttir taka við stöðu aðstoðarskólastjóra að nýju en hún hefur undanfarið kennt við skólann á Hvanneyri.
Magnús Sæmundsson sem tók við starfi skólastjóra síðastliðið haust, hefur látið af starfi við skólann að eigin ósk. Honum eru færðar bestu þakkir fyrir starf sitt við skólann, einnig Guðjóni Guðmundssyni íþróttakennara sem stýrt hefur skólanum á millli skólastjóraskipta. Þær Ásgerður og Aldís eru boðnar velkomnar til nýrra og breyttra starfa með góðri ósk um velfarnað í þeirra störfum.
 
 

Share: