Brandöndin komin í Borgarfjörðinn

mars 24, 2009
Nú á vordögum flykkjast til landsins hinir ýmsu farfuglar sem hér eiga sumardvöl. Síðastliðinn sunnudag 22. mars sáust um fimmtíu brandendur á Andakílsá í Borgarfirði. Þessi komutími er í fyrrafalli en algengt er að Brandendur komi til landsins í kringum 30. mars. Brandöndin er nýlegur landnemi á Íslandi og aðalheimkynni þeirra hér á landi er Borgarfjörðurinn. Kjörlendi brandanda eru leirur við ströndina en þær lifa á hryggleysingjum sem þær sía úr vatni og eðju. Varpið fer fram í maí og eggin eru 6-12 samkvæmt athugunum erlendis. Brandendur eru alfriðaðar á Íslandi. mynd_se
 
 

Share: