Fyrsta árshátíð nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar

mars 17, 2008
Árshátíð nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar var haldin fimmtudagskvöldið 13. mars 2008 í félagsaðstöðu hestamanna í Vindási.
Húsið var skreytt hátt og lágt og mættu nemendur, kennarar og gestir í glæsilegum síðkjólum og jakkafötum í veisluna.
Nemendur höfðu notið aðstoðar foreldra sinna við allan undirbúning veislunnar.
Listakokkurinn Rúnar Marvinsson sá um að töfra fram réttina sem fram voru bornir. Veislustjóri var Gísli Einarsson fjölmiðlamaður. Meðan á borðhaldi stóð kynnti hann hvert menningaratriðið á fætur öðru sem nemendur stóðu fyrir. Það kom svo í hlut þeirra diskótekara Inga Björns Róbertssonar og Páls Óskars að þeyta skífurnar og vígja nýja hljóðkerfið sem félagsmiðstöðin Óðal eignaðist nýverið.
 
 

Share: