Stóra upplestrarkeppnin í ellefta sinn

mars 13, 2008
Stóra upplestrarkeppnin var haldin á hótel Borgarnesi í gær í ellefta sinn. Keppnin er ætluð unglingum úr 7. bekk grunnskólanna. Keppt er í lestri ljóða og sagna. Það voru fimm skólar af mið Vesturlandi sem tóku þátt í keppninni, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Fyrstu verðlaun hlaut Björk Lárusdóttir frá Kleppjárnsreykjaskóla, önnur verðlaun hlaut Auður Katrín Víðisdóttir frá Varmalandsskóla og þriðju verðlaun hlaut Daði Freyr Guðjónsson frá Kleppjárnsreykjaskóla. Fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi kepptu Agnar Daði Kristinsson og Særún Anna Traustadóttir.
 
Myndir frá keppninni má sjá á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi. Sjá hér.
 
 

Share: