Tónleikum með Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og dætrum sem vera áttu í Landnámssetrinu föstudagskvöldið 14. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Eyþór, sem er einn af meðlinum Mezzoforte, verður að spila við afhendingu tónlistarverðlauna í Hörpu þetta sama kvöld.
Þau munu halda tónleika í Landnámssetri síðar og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.