Tómsundaskólinn að Kleppjárnsreykjum var opnaður þann 21. janúar 2008. Tómsundaskólinn gengur almennt undir nafninu Selið. Aðsókn að Selinu hefur farið fram úr björtustu vonum. Þar eru nú 17 börn á skrá og starfsmenn orðnir tveir.
Selið hefur verið opið á starfs- og foreldradögum í skólanum. Kristín Markúsdóttir íþróttafræðingur kom í heimsókn á síðasta starfsdegi skólans og var með íþróttatíma í íþróttahúsinu. Börnin eru þessa dagana að vinna að gerð gluggamynda og undirbúa páskana með því að mála egg.