Tómstundaskólinn að Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð slær í gegn

mars 11, 2008
Tómsundaskólinn að Kleppjárnsreykjum var opnaður þann 21. janúar 2008. Tómsundaskólinn gengur almennt undir nafninu Selið. Aðsókn að Selinu hefur farið fram úr björtustu vonum. Þar eru nú 17 börn á skrá og starfsmenn orðnir tveir.
Selið hefur verið opið á starfs- og foreldradögum í skólanum. Kristín Markúsdóttir íþróttafræðingur kom í heimsókn á síðasta starfsdegi skólans og var með íþróttatíma í íþróttahúsinu. Börnin eru þessa dagana að vinna að gerð gluggamynda og undirbúa páskana með því að mála egg.
 

Share: